Kirkjugarðar Reykjavíkur
Framtíðarsýn
Garðar allra þeirra sem vilja kyrrð og ró í umhverfi sem einkennist af hlýju, umhyggju og kærleika, minningum um horfna ástvini og sögu samfélags.
Framtíðarsýn Kirkjugarða Reykjavíkur er leiðarljós okkar. Hún hjálpar til við markmiðasetningu, auðveldar ákvarðanatöku og er starfsfólki innblástur.
Í framtíðarsýninni er lögð áhersla á hlýlegt umhverfi þar sem fólk getur minnst ástvina og jafnframt að varðveita menningarleg gildi og sögu samfélagsins.
Þá undirstrikar hún virði fallegs umhverfis og að kirkjugarðarnir séu aðgengilegir fyrir alla.
Hlutverk
Hafa opinn faðm gagnvart öllum þeim sem vilja kveðja ástvini sína og varðveita minningar.
Opinn faðmur með kyrrð og kærleik.
Skýrt hlutverk dregur fram grunn að tilvist Kirkjugarða Reykjavíkur og er því útgangspunktur í stefnumótun og markmiðasetningu. Það mótar einnig skýra umgjörð fyrir væntingar og áherslur starfsfólks, ekki síst hvað varðar þjónustuhlutverk þess.
Hlutverkið undirstrikar að garðarnir eru friðhelgir og mikilvægi þess að sýna öllum virðingu þegar þeir kveðja og minnast ástvina. Þá er mikilvægt að kirkjugarðarnir séu aðgengilegir fyrir alla, óháð bakgrunni.
Hlutverkið styður við áherslu Kirkjugarða Reykjavíkur á að varðveita minningar og eykur tilfinningu um samkennd og samhug í samfélaginu.
Kjörorð
Kyrrð og kærleikur.
Kjörorðum Kirkjugarða Reykjavíkur er ætlað að styðja við og skerpa á kjarnanum í hlutverki garðanna.
Kjörorðin kyrrð og kærleikur tákna andrúmsloft friðsældar og umhyggju, þar sem fólk finnur ró og frið þegar ástvinir eru kvaddir eða heimsóttir.
Kyrrðin vísar til friðsæls umhverfis á meðan kærleikurinn merkir umhyggju og virðingu í þjónustunni. Kjörorðin endurspegla vilja kirkjugarðanna til að veita stuðning og sýna virðingu á viðeigandi hátt.
Gildi
Gildi Kirkjugarða Reykjavíkur leggja grunn að góðri menningu innan garðanna, styðja við ákvarðanatöku, skapa samheldni meðal starfsfólks og byggja upp traust út í samfélaginu.
Virðing
Við trúum því að virðing sé lykilforsenda allra samskipta þar sem heiðarleiki og traust einkenna framkomu og hegðun, bæði innanhúss sem og gagnvart fjölbreyttum hópi í samfélaginu.
Umhyggja
Við trúum því að umhyggja einkenni opinn faðm og lýsi áherslu okkar á kærleik og nærgætni í hlýlegu umhverfi friðsælla garða.
Fagmennska
Við leggjum áherslu á öryggi og fagmennsku í allri okkar vinnu sem á rætur í samviskusemi og metnaði og birtist í vandaðri þjónustu og ábyrgð í starfi.
Liðsheild
Við byggjum á samstíga liðsheild þar sem hjálpsemi og samvinna leiða til þess að opinn faðmur Kirkjugarða Reykjavíkur mæti samfélaginu.
Fimm stoðir til framtíðar
Kyrrð og kærleikur
Staður kyrrðar og kærleika með opinn faðm gagnvart öllum, óháð samfélagsstöðu.
Ábyrgð í samfélaginu
Samfélagsábyrgð með því að bjóða vistvænar leiðir við að kveðja ástvini og leggja þannig sitt af mörkum til umhverfismála.
Minningin lifir
Fjölbreyttar leiðir nýttar, ekki síst stafrænar, til að halda minningum um látna ástvini lifandi.
Upplifun og samvera
Staður til að njóta upplifunar í fallegum og hlýlegum garði sem veitir möguleika á fjölbreyttri félagslegri notkun garðsins.
Varðveisla menningararfs
Vettvangur fræðslu um sögu fyrri kynslóða og taka þannig þátt í varðveislu menningararfs.
Kyrrð og kærleikur
Staður kyrrðar og kærleika með opinn faðm gagnvart öllum, óháð samfélagsstöðu.
Ábyrgð í samfélaginu
Samfélagsábyrgð með því að bjóða vistvænar leiðir við að kveðja ástvini og leggja þannig sitt af mörkum til umhverfismála.
Minningin lifir
Fjölbreyttar leiðir nýttar, ekki síst stafrænar, til að halda minningum um látna ástvini lifandi.
Upplifun og samvera
Staður til að njóta upplifunar í fallegum og hlýlegum garði sem veitir möguleika á fjölbreyttri félagslegri notkun garðsins.
Varðveisla menningararfs
Vettvangur fræðslu um sögu fyrri kynslóða og taka þannig þátt í varðveislu menningararfs.