Viðeyjarkirkjugarður
Viðeyjarkirkjugarður er staðsettur vestan og norðan við Viðeyjarkirkju sem stendur í Viðey í Kollafirði. Viðeyjarkirkja er næstelsta kirkja landsins, vígð árið 1774. Á árinu 1988 var ákveðið að Kirkjugarðar Reykjavíkur hefðu umsjón með kirkjugarðinum í Viðey og var hann í kjölfarið sléttaður og lagfærður. Í garðinum eru skráð 12 leiði.
Opið allan sólarhringinn
Frá 1. maí til og með 31. ágúst.
Frá kl. 07:00 til 21:00
Frá 1. september til og með 30. apríl.