Fossvogskirkjugarður
Fossvogskirkjugarður var vígður árið 1932. Garðurinn er um 28,2 hektarar að stærð og er þá meðtalið svæðið vestast í garðinum sem tekið var í notkun árið 1987. Garðurinn er staðsettur í hlíðinni austan við Öskjuhlíð og vestan við Fossvog.
Nú eru einungis frátekin grafarstæði eftir í garðinum en hægt er að grafa duftker ofan á kistu, með leyfi leiðishafa.
Duftgarðurinn í Fossvogi var tekinn í almenna notkun 1950 tveimur árum eftir vígslu Fossvogskirkju og er hann um hálfur hektari að stærð. Árið 1991 var byrjað á viðamikilli endurgerð duftgarðsins en hann er nú þegar fullnýttur.
Efst í Fossvogskirkjugarði er dreifilundur til öskudreifingar og var fyrsta öskudreifingin þar árið 2004.
Opið allan sólarhringinn
Frá 1. maí til og með 31. ágúst.
Frá kl. 07:00 til 21:00
Frá 1. september til og með 30. apríl.
Opið allan sólarhringinn á stórhátíðum.