Sólland
Sólland í Fossvogi er stærsti grafreitur landsins sem eingöngu er hannaður fyrir duftker. Garðurinn var vígður í október 2009 og er um þrír hektarar að stærð. Þar er rými fyrir um þrjátíu þúsund duftker.
Vökumaður garðsins er Ásbjörn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma en duftker hans var fyrsta kerið sem jarðsett var í garðinum.
Sjá hér bækling um duftgarða – Duftgardar_KirkjugardaRVK
Sólland er opið allan sólarhringinn en öll umferð vélknúinna ökutækja og reiðhjóla er bönnuð, nema með sérstöku leyfi hverju sinni.