Gufuneskirkjugarður
Gufuneskirkjugarður var vígður árið 1980. Garðurinn er um 30 hektarar að stærð og er staðsettur í miðju Grafarvogshverfi.
Garðurinn er fyrir alla óháð trúfélagi en þar eru sérstakir grafreitir fyrir fólk af ýmsum trúarbrögðum svo sem kristintrúar, búddatrúar, íslamstrúar og ásatrúar. Einnig er þar óvígður reitur fyrir þá sem standa fyrir utan trúfélög.
Duftgarðurinn í Gufuneskirkjugarði var tekinn í notkun árið 2000. Hann rúmar um 3.000 duftgrafir.
Vökumaður Gufuneskirkjugarðs er Kristín Einarsdóttir fyrrverandi þjónustufulltrúi.
Opið allan sólarhringinn
Frá 1. maí til og með 31. ágúst.
Frá kl. 07:00 til 21:00
Frá 1. september til og með 30. apríl.
Opið allan sólarhringinn á stórhátíðum.