Kirkjugarðar Reykjavíkur reka þrjú athafnarými; Fossvogskirkju, kapellu og bænhús.
Í athafnarýmum er leitast við að koma til móts við þær margvíslegu óskir sem fylgja andláti í friðsælu og notalegu umhverfi.
Athafnarýmin eru gjarnan nýtt fyrir útfarir, kistulagningar, bænastundir og minningarathafnir en eru einnig hentug fyrir hjónavígslur og aðrar athafnir.
Kirkjan hefur sæti fyrir um 350 manns, kapellan fyrir 80 og bænhúsið 40.