Sumarstörf

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um sumarstörf og hægt er að senda inn umsóknir í gegnum Alfreð hér: Senda inn umsókn

 

Skilafrestur umsókna er til og með 3. mars.

Vinnan felst í almennum garðyrkjustörfum – grassláttur, hirðing, illgresishreinsun, gróðursetning, vélavinna og annað tilfallandi.
Vinnutími er frá kl 8-16 nema á föstudögum frá kl 8-12.
Laun eru samkvæmt taxta Eflingar.

Hægt er að óska eftir vinnu í ákveðnum garði og reynt verður að koma til móts við þær óskir umsækjenda.

Umsækjendur þurfa að vera fæddir árið 2008 eða fyrr, þ.e. verða a.m.k. 17 ára á árinu. Umsækjendur sem búa í Reykjavíkurprófastsdæmum (Kópavogi, Reykjavík eða Seltjarnarnesi) hafa forgang og einnig umsækjendur sem hafa áður unnið hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur og staðið sig vel.

Sumarstörf