Það verður sannkölluð jólastemning í görðunum okkar dagana fyrir jól

Í aðdraganda jóla býður starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkur gesti garðanna hjartanlega velkomna. Á staðnum verður boðið upp á heitt kakó og piparkökur, auk þess sem umhverfisvænar leiðisskreytingar og kerti verða til sölu.

Skreytingar eru einnig í boði í vefverslun okkar til og með 22. desember.

  • Helgina 20.–21. desember: Fossvogur, Sólland og Gufunes kl. 10–16

  • Dagana 22. og 23. desember: Fossvogur, Sólland, Gufunes og Hólavallagarður kl. 10–16

  • Aðfangadag: Fossvogur, Sólland, Gufunes og Hólavallagarður kl. 9–12

Hlökkum til að sjá ykkur.

Það verður sannkölluð jólastemning í görðunum okkar dagana fyrir jól