
Vefverslun
Hér er hægt að panta þjónustu og vörur í vefverslun
Hér er hægt að panta þjónustu og vörur í vefverslun

Göngur
Hér er hægt að nálgast helstu upplýsingar varðandi göngur um kirkjugarðana
Hér er hægt að nálgast helstu upplýsingar varðandi göngur um kirkjugarðana

Spurt og svarað um bálfarir
Hér er hægt að nálgast helstu spurningar varðandi bálfarir
Hér er hægt að nálgast helstu spurningar varðandi bálfarir
Jólaopnanir í kirkjugörðunum
Kirkjugarðar í Reykjavík og Kópavogi verða opnir allan sólarhringinn yfir hátíðirnar.
Fossvogsgarður verður þó lokaður allri bílaumferð á aðfangadag milli kl. 11 og 14 vegna mikils fjölda gangandi vegfarenda og slysahættu. Við bendum á bílastæði við Fossvogskirkju.
Á Þorláksmessu og aðfangadag verður hringakstur í Gufuneskirkjugarði og verður þá eingöngu hægt að aka inn í garðinn frá Hallsvegi og út úr honum að norðan inn á Borgarveg eins og verið hefur undanfarin ár.
Við biðlum til ykkar að aka aðeins á malbikuðum vegum innan kirkjugarðanna og leggja í sérmerkt bílastæði.
Gleðilega hátíð

Það verður sannkölluð jólastemning í görðunum okkar dagana fyrir jól
Í aðdraganda jóla býður starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkur gesti garðanna hjartanlega velkomna. Á staðnum verður boðið upp á heitt kakó, kaffi og piparkökur, auk þess sem umhverfisvænar leiðisskreytingar og kerti verða til sölu.
Skreytingar eru einnig í boði í vefverslun okkar til og með 22. desember.
-
Helgina 20.–21. desember: Fossvogur, Sólland og Gufunes kl. 10–16
-
Dagana 22. og 23. desember: Fossvogur, Sólland, Gufunes og Hólavallagarður kl. 10–16
- Aðfangadag: Fossvogur, Sólland, Gufunes og Hólavallagarður kl. 9–12
Fossvogskirkja verður opin frá kl. 8-12 á aðfangadag, þar geta gestir kveikt á kerti og yljað sér við heitt kakó, kaffi og piparkökur.
Hlökkum til að sjá ykkur.






